Hjúkrunarfræðingur tekur covid sýni úr bíl

27/01/2023

Blogg

Betri tækni bætir lífið og samfélagið

Í samstarfi við yfirvöld og heilbrigðiskerfið þróuðu heilbrigðislausnir Origo stafrænar tæknilausnir í Covid-19 faraldrinum fyrir bólusetningar, sýnatökur, rafræn vottorð og skimun á landamærum. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands spöruðust 8,7 milljarðar króna vegna Covid tæknilausna.

Hagrænn ábati með stafrænum lausnum

Ísland er komið langt í stafrænni þróun og sjálfvirknivæðingu en gæti tekið enn stærri skref innan velferðar- og heilbrigðiskerfisins. Samkvæmt úttekt Hagfræðistofnunar spöruðust 700 milljónir króna í heimsfaraldrinum með notkun Heilsuveru fyrir tímabókanir í sýnatöku og upplýsingar um niðurstöður úr sýnatökum.

Með notkun Heilsuveru var einfaldara fyrir einstaklinga að panta tíma í skimun og aukinn tímasparnaður fólginn í því fyrir bæði einstaklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Mesti ávinningurinn af notkun lausnannavar þó fólgin í því að niðurstöður um smit bárust fyrr til einstaklinga og þeir sem ekki reyndust smitaður gátu sloppið fyrr úr sóttkví.

Meiri ábati en reiknað var með

Stærsti ábatinn af stafrænum tæknilausnum í faraldrinum, var að með því að fá niðurstöður úr skimun gegnum Heilsuveru með mun hraðari hætti en ella, gátu einstaklingar sem ekki voru smitaðir í sóttkví snúið aftur til vinnu.

Hagfræðistofnun mat að líklegast væri ábatinn af notkun Heilsuveru mjög vanmetinn en heildarsparnaðurinn að frádegnum kostnaði var 8,7 milljarðar króna. Margt var ekki tekið með í útreikningana m.a. sýnatökukerfið á landamærunum, vottorðin sem hægt var að sækja sjálfvirkt gegnum Heilsuveru og margt fleira.

Tæknin nýtt betur í kjölfar Covid

Tækifærin eru endalaus innan heilbrigðistækni og skýrsla Hagfræðistofnunar ýtir undir mikilvægi þess að styðja við frekari þróun á heilbrigðistækni sem mun óhjákvæmilega ýta undir mikinn sparnað bæði fyrir heilbrigðisstarfsfólk en einnig almenning.

Heilbrigðislausnir Origo þróa fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Allar þær lausnir sem við þróum eru með það í huga að styðja við störf heilbrigðisstarfsfólks og auka öryggi og gæði í þeirri heilbrigðisþjónustu sem er veitt.

Arna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Helix

Höfundur bloggs

Arna Harðardóttir

Framkvæmdastjóri Helix

Deildu gleðinni