Lausnir Helix

Heilbrigðis- og velferðarþjónusta samtímans verður í síauknum mæli stafræn. Hjá Helix sameinum við sérþekkingu okkar á upplýsingatækni og víðtæka reynslu úr heilbrigðisgeiranum til að skapa notendavænar lausnir sem mynda sterkan grunn fyrir heilbrigðis- og velferðarþjónustu dagsins í dag og til framtíðar, okkur öllum til heilla.

Hjúkrunarfræðingur hlustar á barn

lausnir

Saga sjúkraskrá

Saga er sjúkraskrárkerfi sem heldur utan um rafræna sjúkraskrá á Íslandi. Saga er eitt útbreiddasta sjúkraskrárkerfið á landinu og er notað á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum landsins, fjölda einkarekinna stöðva og á hjúkrunarheimilum.

Hjúkrunarfræðingur að nota app

Iðunn smáforrit

Með notkun á Iðunni getur heilbrigðisstarfsfólk á hjúkrunarheimilum skráð upplýsingar um íbúa sína í rauntíma og þaðan sendast allar upplýsingar beint í Sögu, sjúkraskrá einstaklings.

Maður að nota app í síma

Vissa þjónustugátt

Vissa þjóustugátt er ný og brautryðjandi þjónusta sinnar tegundar á Íslandi. Vissa býður upp á fjarheilbrigðiþjónustu í formi samskipta og hægt er að greiða fyrir þjónustuna í lausninni.  Með Vissu má stytta biðlista hjá sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu með því að afgreiða fleiri tilfelli á styttri tíma, auka aðgengi landsbyggðar að sérfræðilækningum og einfalda skráningu lækna, sem vistast beint úr gáttinni í Sögu sjúkraskrá.

Læknir eða hjúkrunarfræðingur að vinna við tölvu

Hekla samskiptanet

Hekla er lokað rafrænt samskiptanet til sendinga á heilbrigðisgögnum á milli aðila á heilbrigðissviði. Allar heilbrigðisstofnanir landsins, öll apótek, Tryggingarstofnun, Sjúkratryggingar Íslands, Embætti Landlæknis og aðrir viðkomandi eru tengdir Heklu sem gerir mögulegt að senda rafræn gögn á milli ólíkra hugbúnaðarkerfa með öruggum, stöðluðum og auðveldum hætti.

læknar að tala saman á heilsugæslu

Lyfjavaki

Rafrænt lyfjagjafaskráningarkerfi gerir hjúkrunarfræðingum kleift að halda utan um tínslu lyfja, lyfjaskömmtun og skrá lyfjagjöf.

Kona að labba í apóteki

Askja

Askja er úrvinnslutól sem vinnur með gögn úr Sögu. Bæði er boðið upp á skýrslur og aðgang í Excel með notkun svokallaðra gagnateninga eða kubba sem hægt er að snúa á ýmsa vegu.

Hjúkrunarfræðingur að nota app

Lyfjavísir

Lyfjavísir eykur öryggi og gæði í lyfjameðferð einstaklinga með því að veita aðgengi að uppflettingum milliverkana. Þannig auðveldar hann og flýtir fyrir störfum heilbrigðisstarfsfólks.

Heilsugæslulæknir situr við tölvu

Deildarvaki

Í Deildarvaka er hægt að sjá yfirlit sjúklinga á deild. Upplýsingar eru unnar upp úr Sögu og kallaðar eru fram lykilupplýsingar um sjúklinginn, aðvaranir og aðkallandi verkefni. Mismunandi er eftir starfsemi hvað birtist á slíku yfirliti og er Deildarvaki sniðinn að þörfum hverrar deildar fyrir sig.

Læknir

Heilsuvera

Heilsuvera er samskiptagátt einstaklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Einstaklingar skrá sig inn á ,,mínar síður‘‘ og geta þar átt í öruggum samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk, endurnýjað lyf, bókað tíma og sótt upplýsingar um eigið heilsufar eða barna sinna. Á heilsuvera.is má finna fræðsluefni um sjúkdóma, forvarnir og fyrirbyggjandi leiðir til heilbrigðara lífs.

læknar að tala saman á heilsugæslu

Medicor

Medicor er alhliða lyfjaafgreiðslukerfi fyrir apótek. Auk hefðbundinnar lyfjaafgreiðslu tekur Medicor á móti rafrænum lyfseðlum og sendir upplýsingar um afgreidda lyfseðla til Tryggingastofnunar.

Kona að labba í apóteki

Smásaga

Skráning í rauntíma, yfirsýn yfir dagskrá starfsmanns og hjúkrunargreiningar ásamt því að skrá verkþætti og mælingar.

Hjúkrunarfræðingur heldur utan um eldri konu

Tengingar og APIs

Viltu tengjast?

Sjáðu nánari upplýsingar um tengingar við Sögu sjúkraskrá, Heklu heilbrigðisnet og önnur kerfi Helix.

Nánar um tengingar
Maður að nota app í síma

Fáðu ráðgjöf