Vissa fjarlækningar

Vissa þjónustugátt er ný og brautryðjandi þjónusta sinnar tegundar á Íslandi. Vissa býður upp á fjarheilbrigðisþjónustu í formi samskipta og hægt er að greiða fyrir þjónustuna í lausninni.  Með Vissu má stytta biðlista hjá sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu með því að afgreiða fleiri tilfelli á styttri tíma, auka aðgengi landsbyggðar að sérfræðingum og einfalda skráningu, sem vistast beint úr gáttinni í Sögu sjúkraskrá.

Hjúkrunarfræðingur að nota app

Skilvirkari heilbrigðisþjónusta

Örugg samskipti

Vissa þjónustugátt veitir sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu tengingu við skjólstæðinga sína á öruggan hátt. Samskipti og tímabókanir fara fram á öruggu svæði sem er tengt heimasíðu stofu eða stofnunar.

Einfaldari skráning

Samskipti og tímabókanir skjólstæðings eru skráð í Sögu sjúkraskrá sem er sjúkraskrárkerfi langflestra heilbrigðisstofnanna í dag. Tvískráning er því óþörf.

Stytting biðlista

Með Vissu eykst bæði tímasparnaður og aðgengi að sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu. Álag á starfsfólki í afgreiðslu og móttökuritara verður minna og þjónusta lækna við skjólstæðinga hraðari. Ferli hvers tilfellis tekur styttri tíma bæði fyrir heilbrigðisstarfsfólk og skjólstæðinga. 

Hafa samband