Tengingar

Vilt þú tengjast Heklu, Sögu eða öðrum kerfum Helix?

Embætti landlæknis heldur utan um aðganga að heilbrigðisnetinu Heklu og skjölun fyrir Heklu API's. Nánari upplýsingar og hlekkir eru hér fyrir neðan. Fyrir tengingar við önnur kerfi Helix má leita til þjónustuvers okkar.

Læknir að skrá sig inn í sögukerfið

Tengingar og skjölun APIs

Aðgangur að Heklu heilbrigðisneti

Aðgangur að heilbrigðisnetinu Heklu er veittur af Embætti landlæknis. Hægt er að hafa samband við þá á netfanginu mrh@landlaeknir.is til að óska eftir aðgangi.

Skjölun

Skjölun fyrir Heklu APIs fer í gegnum Embætti landlæknis. Sjá meðfylgjandi hlekk fyrir nánari upplýsingar á vefsíðu Embættisins.

Tenging við aðrar vörur Helix

Hafið samband við þjónustuver Helix til þess að fá ráðgjöf varðandi tengingar við aðrar vörur Helix.

Hekla heilbrigðisnet

Hekla er lokað rafrænt samskiptanet til sendinga á heilbrigðisgögnum á milli aðila á heilbrigðissviði. Allar heilbrigðisstofnanir landsins, öll apótek, Tryggingarstofnun, Sjúkratryggingar Íslands, Embætti Landlæknis og aðrir viðkomandi eru tengdir Heklu sem gerir mögulegt að senda rafræn gögn á milli ólíkra hugbúnaðarkerfa með öruggum, stöðluðum og auðveldum hætti.

Saga sjúkraskrá

Saga er sjúkraskrárkerfi sem heldur utan um rafræna sjúkraskrá á Íslandi. Saga er útbreiddasta sjúkraskrárkerfið á landinu og er notað á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum landsins, fjölda einkarekinna stöðva og á hjúkrunarheimilum.

Saga logo