Deildarvaki

Í Deildarvaka er hægt að sjá yfirlit sjúklinga á deild. Upplýsingar eru unnar upp úr Sögu og kallaðar eru fram lykil upplýsingar um sjúklinginn, aðvaranir og aðkallandi verkefni. Mismunandi er eftir starfsemi hvað birtist á slíku yfirliti og er Deildarvaki sniðin af þörfum hverrar deildar fyrir sig.

Hjúkrunarfræðingar skoða app á spjaldtölvu

Aukin yfirsýn

Deildarvaki sýnir m.a

  • Yfirlit sjúklinga á deild.
  • Lykilupplýsingar úr sjúkraskrá.
  • Flagganir.
  • Aðkallandi verkefni.
  • Upplýsingar um meðferðarteymi, ástæðu innlagnar og áætlaðan útskriftardag.

Betra aðgengi og aukin yfirsýn

Markmiðið með Deildarvaka er að gefa starfsfólki yfirlit á stórum skjá yfir gögn sjúklinga í Sögu. Rétt gögn birtast þá í rauntíma og þannig er aðgengi upplýsinganna betra, yfirsýn eykst og er hægt að sjá yfirvofandi verkefni eða ástand sjúklinga með fljótlegum hætti.

Hægt er að aðlaga framsetningu Deildarvaka að hverri deild.

Læknir hlustar á sjúkling

Umsagnir

Margir verkferlar hjá hjúkrunarfræðingum og læknum hafa breyst til hins betra

Fáðu ráðgjöf