Iðunn smáforrit

Iðunn smáforrit gerir þér kleift að skrá viðkvæm gögn beint í sjúkraskrá á öruggan hátt. Þetta eykur gæði þjónustu og stuðlar að betri yfirsýn yfir heilsufar skjólstæðinga.

Myndskreyting

Umsagnir um Iðunni

Hvernig bætir Iðunn þína starfsemi?

alt missing

Aðgengileg skráning

Starfsfólk hakar við í rauntíma þegar verkþættir hafa verið framkvæmdir. Einnig má m.a. skrá mælingar, vökvajafnvægi og sjá dagplan skjólstæðinga.

alt missing

Áhættumat skjólstæðinga

Gott yfirlit yfir áhættumat skjólstæðinga, t.d. fyrir áhættu á þrýstingssári, byltuhættu, vannæringu, óráði og sjálfsbjargargetu.

alt missing

Yfirlit persónuupplýsinga

Yfirlit yfir persónuupplýsingar skjólstæðinga. Hægt er að hringja beint í aðstandendur úr smáforritinu. Þægilegt aðgengi að snjókorni sem sýnir ofnæmi, smitgát, meðferðarstig og greiningar skjólstæðings.

Skráning í rauntíma

Iðunn byggist upp á nokkrum einingum

  • Almennar upplýsingar um íbúa
  • Dagplan deildar
  • Hjúkrunarferli
  • Mælingar
  • Snjókorn
  • Framvindunótur
  • Myndavél fyrir sáraeftirlit
  • Ítarupplýsingar

Hvernig hefur Iðunn áhrif?

67%

Minni tími í skráningar.

26 mínútur

sem sparast við skráningu hjá hjúkrunarfræðingi á hverri vakt.

1 rapport

á dag sem má fella niður. Það eru uþb 30 mínútur sem sparast fyrir að meðaltali 7-9 starfsmenn.

Umfjallanir og skýrslur

alt missing

,,Fækkuðu tímum í skrif­­finnsku um tugi klukku­­stunda á mánuði"

Viðtal við Henný Björk Birgisdóttur, hjúkrunarfræðing, sem gerði greiningu á því hvernig Iðunn hefur jákvæð áhrif á störf hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum.

alt missing

Kostnaðarábatagreining við innleiðingu Iðunnar á landsvísu

Anna Björk Baldvinsdóttir greindi ábata af innleiðingu Iðunnar á hjúkrunarheimilum í BA ritgerð sinni í Hagfræði við Háskóla Íslands. Niðurstöðurnar voru afgerandi, hagnaður af því að innleiða snjalllausnina fyrir hjúkrunarheimili var talsverður.

Viltu fá nánari upplýsingar um Iðunni smáforrit?