Skilmálar og öryggismál

Hér má finna almenna skilmála Helix vegna þeirra þjónustu sem Helix veitir ásamt skilmála Helix vegna vinnslu persónuupplýsinga þar sem Helix vinnur með upplýsingar fyrir hönd sinna viðskiptavina. Hér má einnig nálgast upplýsingar um öryggsmál fyritækisins.

Maður í tölvu

Skilmálar

Hér má finna almenna skilmála Helix vegna þeirra þjónustu sem Helix veitir ásamt skilmála Helix vegna vinnslu persónuupplýsinga þar sem Helix vinnur með upplýsingar fyrir hönd sinna viðskiptavina.

Almennir skilmálar

Hér má nálgast almenna skilmálar Helix sem gilda um öll viðskipti Helix við viðskiptavini þess. Skilmálarnir, ásamt sérsamningum eða samningsviðaukum fela að jafnaði í sér heildarsamning aðila um viðskipti þeirra.

Skilmálar vegna vinnslu persónuupplýsinga

Hér má nálgast skilmála þá er lýsa ábyrgð og skyldum aðila við meðhöndlun persónuupplýsinga þar sem Helix vinnur persónuupplýsingar fyrir hönd viðskiptavina.

Vinnslulýsingar

Hér má nálgast ýtarlega vinnslulýsingu fyrir þjónustur sem Helix veitir þar sem m.a. er tiltekið hvaða persónuupplýsingar unnar eru í tengslum við hverja þjónustu ásamt þeim undirvinnsluaðilum sem koma að vinnslunni.

Vafrakökustefna

Stefnu þessari er ætlað að upplýsa notendur vefsíðna sem tilheyra Helix um hvaða vafrakökur við notum og í hvaða tilgangi.

UPPLÝSINGAÖRYGGI

Markmið Helix í upplýsingaöryggi

Virkt stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis er afar mikilvægt hverju fyrirtæki og upplýsingatækni og notkun hennar verður æ mikilvægari í öllum daglegum rekstri fyrirtækja. Við leggjum því mikla áherslu á að skapa og viðhalda virku stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis og sterkri öryggismenningu hjá Helix.
Stefnur Helix í öryggismálum endurspegla vilja Helix til að tryggja örugga meðferð á upplýsingum. Fyrirtækið leggur áherslu á að stefnur og ferlar séu endurskoðaðar með reglulegu millibili til þess að fylgja eftir þeirri öru þróun sem á sér stað í tæknimálum. Fyrirtækið styðjist við skilvirkt stjórnkerfi upplýsingaöryggis sem fylgir viðurkenndum bestu aðferðum til að verja upplýsingaeignir fyrirtækisins jafnt og viðskiptavina gegn ytri og innri ógnum.