Vistkerfi Helix
Samvinna sem hraðar nýsköpun í heilbrigðistækni
Við trúum því að nýsköpun dafni þegar gögn, kerfi og fólk vinna saman. Þess vegna bjóðum við nýsköpunarfyrirtækjum að tengjast inn á Sögu til þess að auðvelda aðgengi nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu að heilbrigðisstarfsfólki og skjólstæðingum.

Eigum við samleið?
Helix sem samstarfsaðili
Helix er leiðandi fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni á Íslandi. Við vinnum með helstu heilbrigðisstofnunum landsins að þróun lausna sem bæta gæði þjónustu, auka öryggi sjúklinga og styðja við árangursríkt starf heilbrigðisstarfsfólks. Innan Helix býr áratuga þekking á heilbrigðistækni og landslagi heilbrigðistækni á Íslandi.


Aðgangur að þekkingu og prófunarumhverfi

Samstarf með reyndu teymi Helix

Aðgangur að neti viðskiptavina og samstarfsaðila
Samstarfsleiðir
Kveikja
Greiningarfundur með Helix og aðgangur að skjölun.
Þróun
Aðgangur að forritunarskilum (API), ráðgjöf og stuðningur.
Hröðun
Forgangur á verkefni, aðgangur að forritunarskilum (API), ráðgjöf og stuðningur aðgangur að sölu- og markaðsteymi, viðskiptavinum Helix og þjónustuborði.
Samstarfsferlið
Opnum á samtalið
Skoðum lausnina þína saman: hvaða vanda leysir hún og greinum hvort það sé samstarfsflötur til staðar.
Samstarf
Við vinnum saman að prófun, samþættingu eða þróun lausnarinnar.
Útbreiðsla
Lausnin fer til notenda, markaðar og samstarfsaðila.