Húðlæknar að skoða í ipad

08/01/2024

Blogg

Húðvaktin: Nýjung í fjarlækningum  

Húðvaktin.is býður upp á nýja fjarlækningaþjónustu í húðlækningum. Læknar Húðvaktarinnar, þær Jenna Huld Eysteinsdóttir og Ragna Hlín Þorleifsdóttir munu greina og vinna með vandamál skjólstæðinga sinna í gegnum þjónustugáttina Vissu, sem þróuð er af Helix. Vissa þjónustugátt er ný og brautryðjandi þjónusta sinnar tegundar á Íslandi, sem mun styðja sérfræðinga í veitingu á fjarheilbrigðissþjónustu með öruggum hætti. Með Vissu má stytta biðlista, auka aðgengi landsbyggðar að sérfræðilækningum og einfalda skráningu lækna. 

Styttri bið og meira öryggi 

Skjólstæðingur Húðvaktarinnar fer inn á hudvaktin.is, skráir sig inn á öruggt svæði Vissu með rafrænum skilríkjum og sendir beiðni til læknis. Skilaboðunum geta fylgt tvær myndir af vandamáli og einkennalýsing. Læknirinn greinir vandamálið, leggur til meðferð eða bókar aðgerð eða sýnatöku sé þess þörf. Skjólstæðingurinn fær í kjölfarið sms um að skilaboð bíði hans inn á sínu svæði á heimasíðu Húðvaktarinnar þar sem hann skráir sig aftur inn til að fá niðurstöður og upplýsingar um næstu skref.  

  

Bætt aðgengi  

Þjónustan bætir aðgengi að húðlæknum. Samkvæmt þeim Jennu og Rögnu hjá Húðvaktinni er fjölgun íbúa á Íslandi stöðug en fjöldi sérfræðilækna stendur í stað, sem gerir það að verkum að leysa þarf fleiri vandamál íbúa með sama fjölda sérfræðilækna. Auðveldara verður fyrir fólk á landsbyggðinni að sækja þjónustu þeirra, sem er ekki auðsótt utan höfuðborgarsvæðisins, og biðlistar koma til með að styttast en algeng bið eftir tíma hjá húðlækni er um hálft ár. 

Þurfi skjólstæðingur að hitta lækni í framhaldinu liggja grunnupplýsingar um vandamálið fyrir og búið að vinna forvinnu ef þörf er á. Heimsóknin ætti því að taka styttri tíma en hefðbundið viðtal og meðferðin heilt yfir gæti krafist færri heimsókna. Þannig geta læknar þjónustað fleiri sjúklinga yfir daginn og þar með stytt biðlista. Þeir skjólstæðingar sem þurfa forgang vegna alvarleika einkenna komast fyrr að þar sem þeirra mál komast fyrr til sérfræðinga og þeir sem eru með léttvægari einkenni þurfa ekki að bíða eins lengi eftir ráðgjöf. 

 

Ný fjarheilbrigðislausn  

Vissa er ný lausn sem auðveldar fjarheilbrigðisþjónustu til muna, eykur aðgengi og léttir á sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki sérfræðistofa og stofnanna. Með Vissu getur heilbrigðisstarfsfólk  verið í beinum samskiptum við skjólstæðinga í gegnum örugga vefgátt sem tengd er stofu eða stofnun. Á sama svæði geta skjólstæðingar skráð sig inn og átt skrifleg samskipti við sérfræðing í heilbrigðisþjónustu, sent mynd fyrir ítarlegri skráningu, beðið um lyfjaendurnýjun, og allt þetta skráist beint inn í Sögu sjúkraskrá 

Í þessu felst bæði tímasparnaður og aukið aðgengi. Álag á starfsfólk í afgreiðslu verður minna og þjónusta við skjólstæðinga skilvirkari. Ferlið tekur styttri tíma og verður þægilegra bæði fyrir heilbrigðisstarfsfólk og skjólstæðinga þeirra. 

Þegar við fórum af stað með hugmyndina að Húðvaktinni var ljóst að það var ekki á allra færi að þróa tæknilegu lausnina með okkur.  Starfsmenn Helix sáu strax tækifærin sem lágu í hugmyndinni og settu fram raunhæfa áætlun um hvernig verkefnið skyldi unnið.  Verkefnið leystu þau af fagmennsku og sýndu að þau hafa mikla þekkingu og reynslu af íslenskum heilbrigðisgeira. Við höfum skýra sýn er varðar enn meiri hagnýtingu tækni til að veita sístækkandi hópi sjúklinga betri þjónustu.  Starfsmenn Helix deila þessari sýn og hafa sýnt að þau hafa þekkingu og getu til að hjálpa okkur að láta þessa sýn raungerast.

Bjarni Kristinn Eysteinsson

Framkvæmdastjóri Húðvaktarinnar

Deildu gleðinni