Störf hjá Helix
Almenn umsókn Helix 2025 / General Application Helix 2025
Langar þig að umbreyta heilbrigðistækni?
Við erum alltaf á höttunum eftir frábæru samstarfsfólki sem brennur fyrir að umbreyta heilbrigðistækni en hjá okkur starfar fólk sem hefur margs konar bakgrunn eins og tölvunarfræði, hjúkrunarfræði, viðskiptafræði og verkfræði.
Hjá Helix vinnur metnaðarfullt teymi sem hefur það að leiðarljósi að vilja hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Það gerum við með því að þróa byltingakenndar tæknilausnir sem styðja við heilbrigðis– og velferðarkerfi landsins. Við þekkjum heilbrigðiskerfið og höfum í áratugi unnið að því að betrumbæta heilbrigðistækni með nýsköpun. Með því að straumlínulaga ferli, huga að öryggi í lyfjagjöfum og bæta yfirsýn heilbrigðisstarfsfólks bætum við líf þeirra sem þiggja þá þjónustu. Það er okkar megin markmið. Athugið að almenn umsókn kemur ekki í staðinn fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda í 6 mánuði og er þeim ekki svarað sérstaklega.