Vafrakökur

Stefna Helix um notkun á vafrakökum

Á vefsíðum Helix ehf. (einnig vísað til „félagsins“ og „okkar“) er að finna nokkrar gerðir af vafrakökum sem hjálpa okkur að bæta vörur okkar og þjónustu, sem og upplifun þeirra sem heimsækja vefsíður okkar („notendur“). Vafrakökurnar sem við notum gera það að verkum að vefsíður okkar virki og hjálpa okkur að skilja hvaða upplýsingar og auglýsingar nýtast notendum best.

Helix starfsmaður situr við tölvu

Stefnu þessari er ætlað að upplýsa notendur vefsíðna sem tilheyra Helix um hvaða vafrakökur við notum og í hvaða tilgangi

1. Hvað eru vafrafkökur?

Vafrakökur, dílar (e. pixels) og aðrar sambærilegar viðbætur (sameiginlega vísað til „vafrakaka“) eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tölvum eða öðrum snjalltækjum notanda þegar vefsíða er heimsótt. Vafrakökurnar er hægt að nýta í mismunandi tilgangi, t.d. til þess að tryggja eðlilega virkni vefsíðu, muna stillingar notanda (s.s. hvaða tungumál eða gjaldmiðil skal birta) og birta vörur og þjónustu sem viðkomandi notandi er líklegur til að hafa áhuga á.

2. Hvaða vafrakökur notum við?

Helix notast við mismunandi vafrakökur með ólíka virkni til að tryggja að þjónusta við notendur sé sem best. Vafrakökurnar sem við notum má flokka með með eftirfarandi hætti:

  • Nauðsynlegar kökur (e. necessary cookies)

  • Nauðsynlegar kökur eru notaðar til þess að vefsíður okkar hafi eðlilega virkni. Slíkar vafrakökur eru ekki notaðar til að skrá niður persónuupplýsingar eða aðgerðir notenda á öðrum vefsíðum. Vefsíður okkar munu ekki virka rétt án þeirra og því er ekki hægt að hafna þeim.

  • Stillingarkökur (e. preference cookies)

  • Stillingarkökur gera vefsíðum okkar kleift að muna upplýsingar eða aðgerðir notenda svo hægt sé að stjórna því hvernig vefsíða lítur út eða hegðar sér fyrir hvern notanda. Slíkar vafrakökur skrá til dæmis niður gjaldmiðil, landsvæði, tungumál eða litaþema sem notandi velur. Notkun þeirra er háð samþykki notenda.

  • Tölfræðikökur (e. analytical cookies)

  • Tölfræðikökur eru nauðsynlegar til að safna tölfræðiupplýsingum um hvernig vefsíður okkar eru notaðar, greina vandamál sem kunna að koma upp og safna upplýsingum um hvernig hægt er að þróa vefsíður okkar í samræmi við virkni notenda. Upplýsingum sem slíkar vafrakökur safna eru í langflestum tilvikum órekjanlegar tölfræðiupplýsingar en upplýsingarnar kunna þó einnig að vera rekjanlegar til einstaklinga. Notkun þeirra er háð samþykki notenda.

  • Markaðskökur (e. marketing cookies)

  • Markaðskökur eru notaðar til þess að skrá niður aðgerðir notenda á mismunandi vefsíðum utan þeirra vefsíðna Helix sem notendur okkar heimsækja og gerir okkur kleift að birta einstaklingum sérsniðnar auglýsingar. Notkun þeirra er háð samþykki notenda. Notkun okkar á vafrakökum er mismunandi eftir því hvaða vefsíðu um ræðir, en nálgast má upplýsingar um þær vafrakökur sem notaðar eru í vafrakökuborða viðkomandi síðu.

3. Hvernig notum við upplýsingar sem við fáum með vafrakökum?

Upplýsingar sem vafrakökur safna eru einungis notaðar í þeim tilgangi að þróa og auka gæði þeirrar þjónustu sem vefsíður okkar bjóða upp á. Vafrakökur safna upplýsingum um hvern og einn notanda sem veita okkur innsýn í þarfir og virkni hans, sem við notum til þess að sérsníða þjónustu okkar að þörfum viðkomandi. Slíkt felur í sér vinnslu á tölfræði- og persónuupplýsingum um notandann og fer aldrei fram nema með fyrirframgefnu samþykki viðkomandi. Mikilvægt er að notendur kynni sér virkni á bakvið mismunandi vafrakökur áður en samþykki er veitt.

4. Hversu lengi eru upplýsingarnar geymdar?

Greinamunur er gerður á setukökum og viðvarandi vafrakökum. Setukökur eyðast almennt um leið og notendur yfirgefa vefsíðuna og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu eða annan búnað sem notaður er til að heimsækja vefsíðuna og eru til þess gerðar að muna aðgerðir eða val viðkomandi. Viðvarandi vafrakökur vistast til lengri tíma. Upplýsingar um virknitíma vafrakaka er að finna í vafrakökuborða hverrar vefsíðu fyrir sig.

5. Hvernig geta notendur haft áhrif á vafrakökunotkun okkar?

Notendur geta stýrt vafrakökunotkun á vefsíðum okkar með eftirfarandi hætti:

  • með því að veita ekki samþykki fyrir notkun þeirra;

  • með vafrakökustillingum á viðkomandi vefsíðu, eða

  • með vafrakökustillingum í þeim vafra sem notaður er til að heimsækja vefsíðuna.

Hafi notandi samþykkt vafrakökur getur hann afturkallað samþykki sitt hvenær sem er. Á vefsíðum okkar bjóðum við upp á að notendur geti sjálfir stillt notkun á vafrakökum, bæði í vafrakökuborða sem birtist þegar vefsíða er heimsótt í fyrsta skipti og með sérstakri vafrakökustillingarviðbót sem finna má á öllum vefsíðum.

Upplýsingar um hvernig stilla má vafrakökur á mismunandi vöfrum má finna hér.

 

6. Aðrar upplýsingar

Vafrakökustefna þessi getur tekið breytingum í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða reglugerðum. Að auki er mögulegt að Helix notist í framtíðinni við aðrar vafrakökur en nú er gert. Notendur verða upplýstir um notkun á nýjum vafrakökum á vefsíðum okkar og óskað verður eftir samþykki fyrir notkun þeirra, eftir því sem við á.